Hvers vegna eru sumir daprir, en aðrir hamingjusamir? Hvers vegna eru sumir lífsglaðir og njóta velgengni, en aðrir fátækir og vansælir? Hvers vegna eru sumir haldnir kvíða og ótta, á meðan aðrir eru fullir af öryggi og trúfestu? Hvers vegna njóta sumir gríðarlegrar velgengni á meðan öðrum mistekst? Hvers vegna eiga sumir svo auðvelt með að hugsa jákvætt, á meðan aðrir virðast fastir í neikvæðni? Hvers vegna geta sumir læknast af sjúkdómum, á meðan öðrum hrakar? Svarið liggur í undirmeðvitundinni.

Hugur okkar er afar magnað fyrirbæri sem fær allt of litla athygli í almennri umræðu. Hugur okkar er tvískiptur. Annars vegar erum við með hinn meðvitaða huga eða meðvitundina (conscious mind) og hins vegar undirmeðvitund (subconscious mind).

Talið er að meðvitundin okkar sé eingöngu 5% af huga okkar en undirmeðvitundin sé 95%. Hefur þessi skipting oft verið sett myndrænt fram þar sem meðvitundin er toppurinn á ísjakanum en undirmeðvitundin það sem er fyrir neðan eða er “falið”.

Mjög mikill munur á þessum tveimur ólíku hlutum hugans. Meðvitundin er hinn skapandi hugur en undirmeðvitundin er hinn forritaði hugur, hugur hefða og venja. Saman stjórnar hugurinn í heild sinni lífi okkar, hegðun, líðan og heilsufari og af þessum tveimur hlutum hugans gegnir undirmeðvitundin aðalhlutverki enda talið að hún sé 95% en meðvitundin eingöngu 5%.

Undirmeðvitundin er eins og harði diskurinn, þar eru allar upplýsingar geymdar, allar minningar, allt sem við höfum lært, lesið, séð og upplifað. Undirmeðvitundin stýrir líka öllu sjálfvirka kerfinu okkar, hjarta- og æðakerfinu, öndun, meltingu, sér um að breyta matnum sem við borðum í næringu og skila út restinni, stjórnar því hvernig hárið vex.

Fyrstu 7 ár ævinnar er undirmeðvitundin galopin og eru þessi ár hugsuð til þess að forrita huga okkar. Tilgangurinn er sá að börn geti lært allt það sem þau þurfa til að verða einstaklingar í því samfélagi sem við lifum í, læra að tala, ganga, borða, læra siði og venjur o.s.frv. Allt sem við sjáum, heyrum, lna þegar það fullorðnast, oft breytist ir okkur gðunarmynstrum, l æfingin gerði það að verkum ið að h undirmeðvitund (subconsciærum af umhverfi okkar, foreldrum, systkinum og öðru fólki í lífi okkar, fer beint inn í undirmeðvitund okkar og verður að forriti eða “prógrammi”. Það forrit getur síðan spilað í undirmeðvitund okkar það sem eftir er, nema við tökum meðvitaða ákvörðun um að breyta forritinu en oft getur það reynst erfitt. Allt að 95% tímans göngum við fyrir þessum sjálfvirku forritum sem eru til staðar í undirmeðvitund okkar og þau stjórna lífi okkar.

Vísindin hafa sýnt fram á að því miður eru u.þ.b. 70% af þessum forritum sem við fáum frá öðru fólki í barnæsku neikvæð eða óhjálpleg og jafnvel skaðleg.

Ef líf okkar stjórnaðist eingöngu af meðvitund okkar væri líf okkar í samræmi við vilja okkar, óskir og drauma. En því miður er það ekki svo, þá væru allir að lífa sínu drauma lífi. Líf okkar stjórnast fyrst og fremst af forritunum í undirmeðvitund okkar eða 95%. Þessi forrit sem við fengum frá öðru fólki fyrstu 7 ár ævinnar eru eðli málsins samkvæmt ekki endilega í samræmi við okkar vilja, drauma eða markmið. Á móti kemur að ef við hefðum ekki þessi forrit í undirmeðvitundinni okkar, þyrftum við sífellt að læra aftur og aftur að ganga, lesa, keyra bíl, o.s.frv. en það myndi gera líf okkar ansi erfitt. Þannig erum við bæði með jákvæð og neikvæð forrit.

Stundum skemmum við fyrir sjálfum okkur og skiljum svo ekkert í því hvers vegna við hegðum okkur þvert á markmið okkar og áætlanir. Meginástæðurnar fyrir því að við eigum oft svo erfitt með að ná markmiðum okkar, breyta einhverjum venjum eða hegðunarmynstrum, lífsreglum eða öðru sem þvælist fyrir okkur í lífinu eru einmitt þessi forrit í undirmeðvituninni. Forritin eru líka ástæðan fyrir því hvers vegna fólk, jafnvel þótt það vilji það ekki, svo oft breytist í foreldra sína þegar það fullorðnast, við fáum sömu forritin í undirmeðvitund okkar frá foreldrum okkar, og foreldrar okkar fengu frá sínum foreldrum.

Þegar forritin í undirmeðvitund okkar eru í ósamræmi við það sem við viljum eða þráum, þá segir það sig sjálft að 95% vinna alltaf 5%. Sama hversu harðákveðin við erum í því að missa þessi 5 aukakíló, ef við erum með forrit sem segir okkur að þetta sé of erfitt, að við getum þetta ekki, að við eigum þetta ekki skilið, eða t.d. að maður eigi að verðlauna sig með mat, getur það unnið gegn okkur með þeim hætti að okkur mistekst.

Forritin í undirmeðvitundinni geta þannig tekið frá okkur frjálsan vilja!

Ef þig dreymir um að byrja að vakna kl. 6 á morgnanna til að fara út að hlaupa en þú gefst upp eftir 1-2 skipti eða þú virkilega kvelst og pínist við þetta eru allar líkur á að þú sért með forrit í undirmeðvitundinni sem vinnur gegn þér. Ef að þig dreymir um að stofna fyrirtæki en þú ert þess í stað fastur í 9-17 vinnunni þinni árum saman ertu með forrit í undirmeðvitundinni sem vinnur gegn þér. “Ég er ekki nógu klár, ég er ekki nóg, mér mun mistakast”, o.s.frv.

En hvernig vitum við hvaða forrit við erum með í undirmeðvitund okkar og hvernig breytum við þeim?

Ef 95% af lífi þínu stjórnast af forritum í undirmeðvitund þinni þá þarftu einungis að skoða líf þitt til að komast að því hvaða forrit þú ert með. Það sem þú hefur alltaf átt auðvelt með að gera og fá fram í þínu lífi, stafar af því að þú ert með forrit sem hjálpar þér að ná því fram. En ef þú hefur alltaf þurft að erfiða með suma hluti, þarft virkilega að leggja þig fram við að ná einhverju fram í lífinu, jafnvel án árangurs, þá ertu með forrit í undirmeðvitundinni sem vinnur gegn þér. Ef þú ert óhamingjusamur en skilur ekki hvers vegna eru líkur á að rótina sé að finna í undirmeðvitundinni.

Það eru til leiðir til breyta þessum forritum og skipta þeim út fyrir heilbrigð forrit. Það er hægt að gera með dáleiðslu, þar sem við höfum beinan aðgang að undirmeðvitundinni. Það er einnig hægt að gera með sjálfsdáleiðslu og endurtekningu. Dáleiðsla er náttúrulegt ástand sem allir fara í, t.d. rétt áður en við sofnum og svo rétt eftir að við losum svefn á morgnanna. Með því að fara endurtekið með jákvæðar staðhæfingar á þessu tímum sólarhrings getum við endurforritað okkur sjálf. Það getur tekið tíma en það er svo vel þess virði. Undirmeðvitundin okkar er alvitur, veit allt um okkur og er gríðarlega öflug. Þegar við lærum að virkja kraft hennar og fá hana til að vinna með okkur þá getur hún unnið kraftaverk í lífi okkar.