Skilmálar

Greiðslur:
Allar greiðslur í gegnum vefverslun okkar eru í gegnum örugga greiðslusíðu Korta.is og geymum við ekki kortanúmer greiðanda.

Persónuvernd
Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu. Seljandi áskilur sér rétt til að nota persónuupplýsingarnar til að hafa samband við kaupanda í framtíðinni varðandi framtíðar viðskipti. Kaupanda gefst kostur á að fá send tilboð í tölvupósti og mun seljandi þá aðeins nota þær upplýsingar sem til þess þarf s.s. póstfang.

Úrlausn vafamála
Ávallt skal reyna að leysa öll mál á sem einfaldastan hátt. Ef það er ekki mögulegt er hægt að bera málið undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárskaupa sem hýst er af Neytendastofu. Sem síðasta úrræði er hægt að fara með málið fyrir dómstóla. Það skal gera í íslenskri lögsögu og í lögsagnarumdæmi seljanda.

Þjónusta og upplýsingar
Kaupanda er bent á að senda tölvupóst með öllum þeim upplýsingum er varða kaupin á sara@lausnir.is til að fá úrlausn á því sem hann vantar.

Vöru og þjónustuskilmálar
Sara Pálsdóttir ehf. hefur umsjón með bókunum í dáleiðslu og heilun, bókun fyrirlestra, hóp-dáleiðslu, bókunum á námskeið og sölu dáleiðslna, barnabóka og fleiri skyldra vara og þjónustu. Við bókun á námskeiði er greitt 20% staðfestingargjald að lágmarki og er það óafturkræft komu til afbókunar á síðari stigum. Verði forföll á námskeið er hins vegar boðið upp á að mæta á annað námskeið sem haldið yrði á síðari stigum. Full greiðsla fyrir námskeiðið skal greitt eigi síðar en 7 dögum fyrir námskeiðið. Unnt er að semja um greiðslufyrirkomulag ef slíkt hentar.

Við bókun í dáleiðslu og/eða orkuheilun er greitt eftir tímann í formi millifærslu. Bókun fyrirlestra er greidd með millifærslu og samkvæmt nánara samkomulagi.

Sala á barnabókum fer fram á vefsíðunni og er unnt að velja um póstsendingu gegn gjaldi. Þá verður einnig boðið upp á möguleika á að sækja bókina.