Aðalbjörg Stefánsdóttir, 5 júlí 2023, fór í gegn um netnámskeiðið Frelsi frá kvíða

Elsku Sara.

Nú þegar hálft ár er liðið frá því að ég kynntist þér langar mig að segja þér frá mínum bata. Málið er nefnilega það að ef ég hefði ekki kynnst þér á versta tíma lífsins stæði ég ekki þar sem ég er í dag. Í dag er ég framar sjálfri mér á allan máta. Algjörlega óvænt kynnist ég þér og þínum fræðum. Ég get ekki sagt að batinn hafi komið hægt og bítandi því að eftir að hafa hitt þig og farið að hlusta reglulega á efnið þitt gerðust hlutirnir mjög hratt. Eftir viku fann ég mun og eftir mánuð var ég komin á allt annan stað án þess að gera nokkuð annað en að fylgja þér. Mér fannst reyndar þá að ég væri komin með fullan bata, en eftir því sem lengra líður hef ég áttað mig á því að fylgja þér daglega gefur mér nýja lífssýn og hvetur mig til dáða á hverjum degi ásamt því að kenna mér að stíga skrefin fram á við þó eitthvað bjáti á. Nú er ég farin að gera alla þá hluti sem ég ekki gat gert áður og veit að hver dagur á eftir að efla mig og styrkja í vegferðinni til betra lífs. Í kjölfarið hef ég leitað mér allskonar hluta til eflingar og sé nú að ég get gert hvað sem er, laus við kvíða, minnimáttarkennd og vantrú á lífið. Ég er minn gæfusmiður héðan í frá og minn eiginn sigurvegari. Ég hef leitast við að segja fólki í kringum mig frá þér og þinni lífssýn og vildi svo geta ráðlagt öllum að hræðast ekki að legga af stað og taka þátt því það skilar sér margfallt á lífsleiðinni.  

Guðný Birna Rosenkjær

Jenný fékk loksins frelsi frá krónískum verkjum í hálsi, höfði og hnakka og kvíða eftir 30 ára stöðuga baráttu. Segir söguna sína í eftirfarandi umsögn. 

Mig langar af heilum hug að mæla með Söru sem dáleiðanda og orku heilara.

Sjálf hafði ég verið að berjast við króníska verki í hnakka og hálsi í yfir 30 ár eða frá því ég var 17 ára gömul.

Ég lenti í minniháttar bílveltu og hef verið að glíma við þetta alla tíð síðan. Ástandið hefur verið mjög misjafnt en hefur haft gríðarleg áhrif á mig í öllu mínu daglega lífi, heimilislífi og vinnu. Verkir, þreyta og kvíða ástand sem hefur hlotist af því að vera stöðugt að velta fyrir mér hvernig dagarnir verða, hafa ekki orku í að vera fullkomnlega til staðar og þar fram eftir götunum.

Það þekkja það sjálfsagt flestir sem eru að glíma við viðvarandi króníska verki og vonleysið er mikið. Ég hef prófað flest undir sólinni við verkjum, gengið á milli lækna án þess að skýring finndist annað en það að ég hafi mögulega farið illa í slysinu. Ég hef farið til kírópraktora, í nálastungur, nudd. Ég hef sennilega prófað flesta kúra í mataræði hugsaða til að minnka bólgur í líkamanum.

Ég hafði samband við Söru eftir að ég hlustaði á viðtal við hana og óskaði eftir tíma í dáleiðslu. Þessi elska hringdi í mig og við áttum gott spjall, virkilega faglegt og spurningar sem ég átti ekki endilega von á. Forsendan fyrir því að fá tíma var að klára námskeiðið sem hún býður upp á, hlusta á dáleiðslur og fyrirlesta.

Ég var ekkert sérstaklega spennt fyrir því, hef unnið mjög mikið í sjálfri mér og er vel lesin á þessu sviði. EN….námskeiðið var ekki síst það sem gerði kraftaverkið, meðvitundin sem kviknaði við það að hlusta á fyrirlestrana og fylgja fyrirmælum þessa námskeiðis styrkti mig í raun enn frekar í þeirri vinnu sem ég hafði þegar gert og ekki síst þeirri hugsun að það þarf hugarfars breytingu til að breyting verði.

Ég tók tvo tíma hjá Söru. Annar var meira og minna hugsaður fyrir verkina, og sá seinnitók á kvíðanum þar sem hann var enn að hamla mér. Kvíðinn minn var að valda þessu króníska ástandi en ekki það sem hafði hent mig 17 ára gamla. Ég nærði verkina hinsvegar með stífleika út af kvíðanum.

Eftir seinni tímann get ég sagt að ég hef sennilega aldrei verið afslappaðari en ég í dag og fyrir vikið er ég svo að segja verkjalaus.

Ég er mjög passasöm með hugarfarið og nota bæði krafthugsanir og endurskoða það sem er að fara í gegnum hugann til að passa upp á að lenda ekki í þessu stífa ástandi aftur og inn í verkja spíralinn sem ég var í sl.ár.

Kvíðinn sem ég er búin að berjast við í öll þessi ár er horfinn, eitthvað sem ég hefði ekki trúað að gæti gerst.

Ég hef farið á hnefanum í gegnum lífið og því meira og minna stíf upp i hnakka og háls. Þrátt fyrir að vera svo meðvituð um sjálfa mig, tilfinningar mínar og viðhorf og verandi jákvæð manneskja og skýr, þá var þetta eitthvað sem ég náði ekki að vinna á sjálf.

Tengin á milli hugar og líkama er svo miklu meiri en okkur grunar.

Elsku Sara, þúsund þakkir fyrir að hafa styrkt mig enn frekar í minni sjálfs vinnu, takk fyrir að hafa opnað augu mín fyrir að allt er í mínum höndum. Og takk fyrir að vera sú hlýja manneskja sem þú ert. Sagan mín er svo lík þinni að svo mörgu leiti og það að þú gefir af þér til okkar með þinni reynslu er mikil gjöf.

Ég mæli innilega með því fyrir alla að koma til þín og fá betri innsýn í undirmeðvitundina.

Kærar þakkir til þín frá mér.

Jenný.

Kvíði – Meltingarvandamál – IBS – Magaverkir – Fæðuóþol o.fl.
Það er gríðarlega algengt að þeir sem hafa lengi glímt við kvíða glími við hvimleið líkamleg einkenni samhliða, t.d. magaverki, meltingartruflanir, fæðuóþol ofl.
Kvíði er neikvæð orka sem situr föst í líkamanum einhvers staðar. Klassískur staður er maginn og meltingarsvæði sem síðan getur búið til framangreind einkenni.
Hún Hildigunnur þekkti vel slík einkenni enda hafði hún glímt við óútskýrð magavandamál og verki í 10 ár. Einnig mikinn kvíða.
Eftir aðeins 3 vikur á námskeiðinu Frelsi frá kvíða var hún laus við magaverkinn og stuttu síðar orðin frjáls frá kvíðanum og stressi. 🔥🔥🔥
Hún sendi inn þessa fallegu umsögn sem hún gaf mér leyfi til að birta með nafni

Í ágúst 2022 leitaði til mín ung kona með mikla áfallasögu. Hún var komin í þrot með vanlíðan og veikindi og var við það að gefast upp eftir að hafa leitað allra leiða til að líða betur en ekkert virkaði. Hún byrjaði á að vinna sig í gegn um námskeiðið Frelsi frá kvíða, kom svo í 2 einkatíma og árangurinn er stórkostlegur! Hún sendi mér umsögn í dag og gaf mér leyfi til að birta hana ásamt bréfinu sem hún sendi mér fyrst þegar hún leitaði til mín:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún Kamilla kom til mín í meðferð þann 6 apríl 2022 og lauk henni þann 18. maí 2022 Meðferðin hennar var: 2 skipti í einkadáleiðslu + námskeiðið Frelsi frá kvíða.

 

Arnrún Eik:

Þann 1. júní 2022 hafði ung og hæfileikarík kona samband við mig vegna ævilangs kvíða, vanlíðunar og verkja. Við ræddum saman á Zoom og ég skrifaði niður einkennin sem hún var að upplifa (sjá mynd). Bataplanið hennar var:
Námskeiðið Frelsi frá kvíða og
2x einkadáleiðslur.
Hún vann ötullega í námskeiðinu og kom í fyrri dáleiðsluna þann 1 júlí s.l. Þegar kom að seinni einkatímanum hafði Arnrún samband og afpantaði, enda var hún kominn með algert frelsi frá kvíða (og verkjum og þreytu líka) og hafði enga þörf fyrir seinni tímann!

 

S.S. nafnlaus umsögn, 4. júlí 2022

 

G.S. nafnlaus umsögn, 2. júní 2022

 

S.S., nafnlaus umsögn, 27. maí 2022

Þessi frábæri maður kom til mín þjakaður af langvarandi kvíða, lágu sjálfsmati, streitu og krónískum verkjum.
Bata-Planið hans var:
tvær einka-dáleiðslur ásamt námskeiðinu Frelsi frá kvíða.

Í dáleiðslunum fjarlægðum við rætur kvíðans og verkjanna og á námskeiðinu vann hann ötullega að eigin bata og þjálfaði sig í að öðlast heilbrigt hugarfar.
Á aðeins fáeinum vikum var hann farinn að finna mikinn mun á sér og fékk hann ótrúlega góðan bata, bæði andlega og líkamlega.
Í dag er hann frjálsari, heilbrigðari og hamingjusamari. Þá getur hann sjálfur haldið áfram batagöngu sinni með öllum þeim tækjum og tólum sem hann lærði á námskeiðinu Frelsi frá kvíða 💪