NÁMSKEIÐ, HÓPDÁLEIÐSLUR OG FYRIRLESTRAR

Unnt er að bóka fyrirlestra um hin ýmsu málefni tengdu dáleiðslu, orkuheilun, um hugann og undirmeðvitundina, um streitu, kvíða o.fl. o.fl.Þá er unnt að bóka hópdáleiðslu. Slík hópadáleiðsla er þó eingöngu meðferðartengd en ekki er í boði að bóka sviðsdáleiðslu.Bókanir og fyrirspurnir má senda á sara@lausnir.is

Námskeið í boði

FRELSI FRÁ KVÍÐA: ÞAÐ ER TIL LAUSN!

Fyrir þá sem ekki treysta sér til að mæta á LIVE námskeiðin eða komast ekki á þeim tíma sem þau eru haldin. Er í boði að kaupa námskeiðið (upptökur) og horfa á vefnum, heima í stofu, hvenær sem hentar. Námskeið þetta hefur að geyma alla þá fræðslu, þjálfun, dáleiðslu og orkuheilun sem gerði mér kleift að fá algert frelsi frá öllum óheilbrigðum kvíða og lifa lífi mínu í gleði, kærleika, þakklæti og krafti.

SJÁÐU UMSAGNIR ÞÁTTTAKENDA HÉR

Skráning Nánar

VELLIÐAN Á VINNUSTAÐ

Örnámskeið / fyrirlestur (lengd og innihald snérsniðið að þörfum fyrirtækisins)

Er slæmur mórall á vinnustaðnum? Streita og álag, jafnvel veikindi? Eða er viltu hreinlega gera góðan vinnustað enn betri? Velgengni fyrirtækis veltur á ánægju og vellíðan starfsfólksins. Þetta örnámskeið / fyrirlestur gefur starfsfólkinu þínu lífsbreytandi fræðslu, þjálfun og ráðleggingar til að læra að stýra hugsunum sínum og líðan, koma í veg fyrir streitu, kulnun og veikindi og stuðla að heilbrigði og vellíðan á vinnustað. Fyrirspurnir og bókanir fara fram í gegn um tölvupóst á sara@lausnir.is

“Langar að þakka þér fyrir frábæran fyrirlestur í leikskólanum hjá mér 👏🏻🎉 allir svakalega ánægðir og þörf umræða um eigið hugarfar 💞 ef einhver er með vinnustað á bak við sig mæli ég svo sannarlega með henni Söru 👏🏻💪🏻💞“ Ragnhildur Skúladóttir