Umsagnir þátttakenda

Tveggja daga helgarnámskeið á netinu (online mastermind) í gegnum fjarfundarbúnaðinn Zoom. Blanda af nauðsynlegri fræðslu og hugarþjálfun og svo nauðsynlegri dáleiðslu og orkuheilun til að hjálpa þér að fá frelsi frá kvíða.

Næsta námskeið er 6. – 7. mars 2021

 

„Hæ elsku Sara töfrakona og takk fyrir síðast 🙂

Mig langar að segja þér hvað mér fannst um námskeiðið um helgina 🙂
Fyrstu tvo tímana fyrri daginn skalf ég allan tímann og hjartað ætlaði út úr bringunni minni af því að ég er mjög feimin. Ég fer næstum því alltaf að gráta þegar ég minnist á kvíðann minn og þess vegna kveið ég fyrir því að opinbera sjálfa mig á svona námskeiði. En strax eftir pásuna leið mér miklu betur og gat slakað á og einbeitt mér og seinni daginn var ég alveg örugg.

Mér finnst allt fólkið á námskeiðinu vera yndislegt og ég fann að ég þurfti ekki að vera feimin við þau en það sem mér fannst standa uppúr var hversu vel þú kenndir okkur. Það sést bara hversu örugg og geislandi manneskja þú ert og bíður alla velkomna, en það er klárlega það sem ég ÆTLA að tileinka mér !!

Af því að ég hef alltaf átt í erfiðleikum í námi og haft lélegt sjálfstraust þá hefði ég ekki þorað að fara á svona námskeið en þetta námskeið var sko sannarlega þess virði að láta á það reyna og ég sé sko alls ekki eftir því!! Ég þurfti ekki að spyrja neinna spurninga (sem ég hefði ekki þorað fyrir feimninni) því allt var svo vel útskýrt hjá þér!

Ég hef oft reynt að nota hugleiðslur en alltaf gefist upp. Mér hefur fundist ég of eirðarlaus og ekki séð tilganginn með þeim en eftir námskeiðið sé ég hversu vel þetta virkar og ég mun halda áfram að hlusta á dáleiðslurnar þínar!!
Þegar hausinn á mér fer á einhvern stað sem ég vil ekki vera á er ég fljót að stoppa mig af með æfingunum sem þú kenndir okkur og fyrir það er ég mjög þakklát. Ég finn það hvað ég er núna meðvitaðari um hugsanirnar mínar og að ég hef val um það hvernig ég bregst við !!

Ég er með aðra sýn á lífið núna sem ég veit að verður betri og betri eftir því sem ég æfi mig meira, ég þurfti bara smá spark til að koma mér áfram !!

Námskeiðið fær 100% meðmæli frá mér og takk kærlega fyrir mig <3

Bjarkey Birta

„Sæl Sara og takk fyrir námskeiðið
ég er hæðst ánægður með námskeiðið, og það hefur opnað leið fyrir mig til að sigrast á mínum draugum sem ég er búinn að hafa á erftir mér frá barnæsku, mig hlakkar til að takast á við þetta allt saman. Þú ert frábær í þessu og mig hlakkar til að halda áframm á þessari braut,
ég hafði ekki mikla trú á að væri hægt að dáleiða mann í gegn um tölvu en þetta svínvirkaði allt saman, eftirfylgnin verður spennandi,af 5 stjörnum færðu allar 5 þú ert frábær“

Davíð

„Sæl Sara, eg vil þakka þér kærlega fyrir fràbært námskeið það er þegar farið að hafa jakvæð áhrif og svo þarf bara eftirfylgni… takk fyrir mig og ég verð að segja að mér finnst þú fràbær og skýr og skila vel þvi sem þú þarft að koma frá þér.”

„Sæl Sara

Mér fannst námskeiðið alveg frábært, vel upp byggt og þú svo jákvæð, hress og skemmtileg. Ég hef 100% trú á að þetta námskeið sé leiðin mín út úr kvíðanum og ég sé búin að kyssa hann bless. Ég veit samt að það er mikið vinna framundan hjá mér við að tileinka mér hugleiðslu og krafthugsanir en ég er tilbúin í þá vinnu og strax byrjuð. Mér líður líka bara eitthvað svo vel og er bara svo stolt af sjálfri mér að hafa stigið þetta skerf. Ég mun svo sannarlega mæla með námskeiðinu við aðra og er þegar búin að því og búin að bjóða nokkrum í facebook hópinn. Það er ekkert sem mér dettur í hug sem gæti bætt námskeiðið og hlakka bara til að halda áfram í facebook hópnum.“

Áslaug

„Takk fyrir mig
Ég er mjög ánægð með námskeiðið. Það er eitthvað alveg nýtt fyrir mér.
Búin að vera hlaðin neikværi orku frá því ég var lítill og sem hefur seinni árin komið út í alls kyns neikvæðum hugsunum og algjöru hjálparleysi. Ég er nánast búin að fá ógeð af nýjum sjaldshjálparbókum og youtube myndböndum.

Maður fyllist bjartsýni við að hlusta á þig. Þetta er trúverðugt sem þú hefur fram að færa. Þú passar upp á sérhvern þátttakanda. Andrúmsloftið er þægilegt. Núna hef ég þessi bjargráð nú er það undir mér að nota þau og hætta að vera þessi vansæla.

Takk takk ♥️
Fá svarið frá undirmeðvitundinni“

Elín