Dáleiðslur – upptökur

Hér má finna bæði ókeypis og keyptar dáleiðslur sem geta hjálpað þér. Dáleiðslurnar eru með mismunandi þema, allt eftir því hvað hver og einn leitar að. Þó er sá fyrirvari hafður á að öll erum við misjöfn og þrátt fyrir að slíkar dáleiðslur hjálpi mikið, getur verið að í sumum tilvikum sé nauðsynlegt að kafa dýpra til að uppræta vandann. Í þeim tilvikum er mælt með einstaklingsmeðferð.

Mælt er með því að nota góð heyrnatól við hlustun og að viðkomandi sé í friði og ró. Betra er að vera í sófa eða hægindastól heldur en í rúmi, til að minnka líkur á að viðkomandi sofni.

Dáleiðslur þessar eru höfundarréttarvarðar og er fjölföldun eða dreifing þeirra með öllu óheimil. Slíkt gæti varðað við lög.