„Fólk hef­ur sam­band við mig iðulega og vill koma í dá­leiðslu til að losna við kvíða, helst í ein­um tíma (væri það ekki draum­ur?), með því að koma, sitja og fá heil­un, og eign­ast svo frá­bært líf, heilsu og líðan. Ef ein­ung­is það væri svona ein­falt að losna und­an þeirri hræðilegu bölv­un sem krón­ísk­ur kvíði er. Þá væri eng­inn með kvíða,“ seg­ir Sara Páls­dótt­ir lögmaður og dá­leiðari í sín­um nýj­asta pistli: 

„Fólk hef­ur sam­band við mig iðulega og vill koma í dá­leiðslu til að losna við kvíða, helst í ein­um tíma (væri það ekki draum­ur?), með því að koma, sitja og fá heil­un, og eign­ast svo frá­bært líf, heilsu og líðan. Ef ein­ung­is það væri svona ein­falt að losna und­an þeirri hræðilegu bölv­un sem krón­ísk­ur kvíði er. Þá væri eng­inn með kvíða,“ seg­ir Sara Páls­dótt­ir lögmaður og dá­leiðari í sín­um nýj­asta pistli: 

Kvíði er alls kon­ar …

… nag­andi sjálfs­efi og sjálfsniðurrif, þar sem þú ert aldrei nóg og ekk­ert sem þú ger­ir er nóg.

… þú afplán­ar lífið í stað þess að njóta, kvíðinn ræn­ir þig innri ró og friði.

… sjálfs­mynd­in er brot­in, því sjálfsniðurrifið sem fylg­ir kvíðanum ger­ir ekki annað en að brjóta þig niður.

… þú vakn­ar jafn­vel upp um miðjar næt­ur með hraðan hjart­slátt, kvíða og van­líðan.

… þú átt erfitt með svefn því kvíðahugs­an­ir halda fyr­ir þér vöku.

… þú hef­ur sí­felld­ar áhyggj­ur af hinu og þessu og get­ur þess vegna ekki notið líðandi stund­ar.

… þú get­ur ekki verið þú sjálf/​ur eða látið drauma þína ræt­ast af ótta við að mistak­ast, verða dæmd/​ur eða hrein­lega segja eitt­hvað asna­legt.

… þér finnst erfitt að fara á manna­mót og vera í kring­um annað fólk, ótt­ast jafn­vel að gera þig að fífli þótt ekk­ert bendi til þess.

… þér finnst erfitt að njóta lífs­ins, að fara í frí til út­landa get­ur jafn­vel verið kvöð þar sem þú ert með sí­felld­ar áhyggj­ur af því að eitt­hvað hræðilegt muni ger­ast.

…o.fl., o.fl.

Þetta er ekki eðli­legt ástand!

Versti óvin­ur manns­ins er ótt­inn. Ég fór í gegn um þetta allt sem talið er upp hér að ofan. Lifði líf­inu mínu í stans­laus­um ótta og lét stjórn­ast af hon­um. Af­leiðing­in voru veik­indi og afar skert lífs­gæði.

Ég var staðráðin í að finna lausn á þess­um vanda, kvíðanum. Eft­ir að hafa leitað til allra mögu­legra og ómögu­legra sér­fræðinga til að fá aðstoð – ekk­ert gekk – hóf ég það sem ég hef síðan kallað sjálfs­heil­un­ar­ferðalag. Það ferðalag hófst á þeim ásetn­ingi að fá al­ger­an bata, al­gert frelsi frá öll­um óheil­brigðum kvíða, krón­ísk­um verkj­um og þreytu sem þá var að gera út af við mig. Ég las ótelj­andi bæk­ur, lærði dá­leiðslu og orku­heil­un, byrjaði að hug­leiða, prófaði allt sem mér datt í hug að prófa og vann öt­ul­lega að bat­an­um mín­um á hverj­um ein­asta degi. Ég byrjaði að hug­leiða vorið 2019 – um haustið sama ár, var ég orðin 90% laus við alla verki, þreytu og al­ger­lega frjáls frá þess­um lam­andi kvíða sem hafði her­tekið líf mitt. Ég eignaðist nýtt líf og varð ný mann­eskja, miklu miklu betri. Í dag er ég 100% frjáls frá þessu.

Í fram­hald­inu fékk ég sýn um að hjálpa öðrum að öðlast það sem ég öðlaðist. Þess vegna bjó ég til Face­book grúpp­una ,,Frelsi frá kvíða – ókeyp­is fræðsla og dá­leiðslur“, til að koma boðskapn­um á fram­færi. Þess vegna bjó ég til nám­skeiðið ,,Frelsi frá kvíða“ sem er helgar­nám­skeið sem hef­ur að geyma alla þá fræðslu, þjálf­un, dá­leiðslu og heil­un sem færði mér al­gert frelsi frá óheil­brigðum kvíða. Sem færði mér lífs­gæði sem eru svo stór­kost­leg að ég hélt að það væri ekki hægt að öðlast svo gott líf og líðan. Sem færði mér þá lífs­nauðsyn­legu færni að geta stjórnað því hvað ég hugsa og hvernig mér líður. Og mér líður vel. 🙂

Hvað ég hefði gefið mikið fyr­ir að hafa þessa lausn, sem þetta nám­skeið fel­ur í sér, fyr­ir mörg­um mörg­um árum! Þá hafði líf mitt verið allt öðru­vísi. En það er aldrei of seint. Þú get­ur byrjað strax í dag, með því að skrá þig í grúpp­una, með því að skrá þig á næsta nám­skeið (helg­in 11-12. Sept­em­ber n.k).

Þú þarft ekki að lifa í kvíða. Það er von, það er svo miklu miklu betra líf hand­an við hornið! Þú get­ur ekki verið þú sjálf/​ur eða lifað því lífi sem þú vilt lifa með kvíðann liggj­andi ofan á þér, hald­andi þér niðri. Ég get ekki lýst því með orðum hvaða breyt­ing varð á mér og mínu lífi eft­ir að ég fékk al­gjört frelsi frá öll­um óheil­brigðum kvíða! Ég ger­breytt­ist, ég varð loks­ins ég sjálf, sú mann­eskja sem mér var alltaf ætlað að vera, heil­brigð, ham­ingju­söm, kraft­mik­il, sjálfs­ör­ugg, kær­leiks­rík, hug­rökk og al­ger­lega ein­stök. Ímyndaðu þér að geta stjórnað hugs­un­um þínum og líðan þinni, verið í kær­leika, þakk­læti, gleði, hug­rekki og frelsi alla daga!

Fólk set­ur fyr­ir sig að borga fyr­ir nám­skeið til að læra þetta en hugsaðu eitt: Hversu mik­ils virði er það að geta stjórnað líðan sinni og hugs­un­um? Það er ómet­an­legt. Hversu mik­ils virði er það að líða vel í eig­in skinni, geta verið af­slappaður og ró­leg­ur í hvaða aðstæðum sem er?

Und­ir þess­um kvíða sem er að hrjá þig, þess­ari van­líðan, er stór­kost­leg mann­eskja, mann­eskja með heil­brigt og sterkt sjálfs­traust, mann­eskja sem er kær­leiks­rík, orku­mik­il, glöð og kraft­mik­il, mann­eskja með rík­an til­gang, hæfi­leika og drauma. En þessi mann­eskja kemst ekki að þegar kvíðinn held­ur þér niðri, þegar kvíðinn ræn­ir sjálf­um/​sjálfri þér frá þér, nú­inu, framtíðinni og á end­an­um, ef ekk­ert er að gert, líf­inu sjálfu.

Eft­ir hverju ertu að bíða? Þú þarft ekki að gera þetta ein/​n, þú þarft ekki að þreifa þig áfram í myrkr­inu í von og óvon, ég hef gert þetta, ég veit hvað þarf og ég get hjálpað þér, komdu með mér, ég skal halda í hönd­ina á þér, ger­um þetta sam­an! Það er eng­inn betri tími, en akkúrat núna. Þú get­ur byrjað strax! Skráðu þig á sarap­als­dott­ir.is, eða með því að senda mér skila­boð í gegn um face­book síðuna mína, eða tölvu­póst sara@lausn­ir.is, gerðu eitt­hvað núna!

Að lifa í kvíða er ekki að lifa. Það er kom­inn tími til að lifa.