Hvers vegna er svona misjafnt hversu veikir einstaklingar verða sem smitast af kórónaveirunni?
Hvers vegna leggst kórónuveiran verr á heimsbyggðina en t.a.m. hefðbundnar flensur?
Hvernig verjum við okkur?
Á hverjum vetri kemur hin hefðbundna inflúensa með sínum hósta, beinverkjum og öðrum klassískum einkennum. Þær flensur sem iðulega koma hafa verið að ganga á hverjum vetri í áratugi. Allt að 20% mannkyns sýkist af flensu árlega og flensan dregur allt að 650.000 manns til dauða á hverju ári á heimsvísu. [1]
Þegar við smitumst af flensu bregst ónæmiskerfið okkar við og býr til ónæmi fyrir þeirri tilteknu flensu, svo við verðum ónæm fyrir henni. Ástæðan fyrir því að við getum veikst af flensu aftur á næsta vetri er sú að flensur eru sífellt að stökkbreytast og þá getum við fengið afbrigði af sömu flensu. Eitthvað ónæmi fyrir henni er þá til staðar en ekki að fullu en afleiðingin er sú að ónæmiskerfið er betur í stakk búið til að ráða niðurlögum sýkingarinnar og vernda okkur gegn henni en ef við hefðum ekki fengið flensu áður.
Ástæðan fyrir því að kórónaveirusýkingin er “aggressívari” en hefðbundin flensa, þrátt fyrir að vera flensa, og leggst með meiri þunga á heimsbyggðina er einkum af tvennum toga. Annars vegar það að um nýja flensu er að ræða, sem ekki hefur komið áður til kasta ónæmiskerfisins okkar. Þannig hefur ónæmiskerfið ekki fengið tækifæri til að byggja upp ónæmi, ekki einu sinni að hluta til, gegn veirunni, líkt og á við um hefðbundnar flensur. Lengri tíma tekur því fyrir ónæmiskerfið að takast á við veiruna og mynda ónæmi. Það getur líka orðið til þess að einkennin verði alvarlegri og fólk veikist meira. [2]
Óttinn, streitan og áhrifin á ónæmiskerfið okkar
Annars vegar er það streitan og óttinn sem tröllríður heimssamfélaginu um þessar mundir. Ekki bara í boði fjölmiðla heldur líka stjórnvalda. Þetta hefur bein áhrif á virkni og styrk ónæmiskerfisins okkar. Ótti veldur streituástandi sem aftur gerir það að verkum að streituhormónið cortisól flæðir um líkama okkar.
Streituhormónin eru svo öflug í að draga úr virkni ónæmiskerfisins að læknar gefa líffæraþegum streituhormón í æð áður en þeir fá hið nýja líffæri, til að bæla virkni ónæmiskerfisins í þeim tilgangi að draga úr líkum á að ónæmiskerfið hafni líffærinu.
Á sama tíma og alheimsfaraldur geisar, er alið á ótta og hræðslu sem hefur þau áhrif að ónæmiskerfi almennings um allan heim veikist og bælist. Fyrirsagnir sem segja okkur hversu ótrúlega margir hafi dáið úr veirunni og svo hversu margir eigi eftir að deyja, myndskeið af fólki á spítölum í öndunarvélum og skilaboð um að nú þurfi læknar að “velja hverjir skulu deyja og hverjir skulu lifa”, o.fl. o.fl. eru til þess fallnar að vekja skelfingu, hræðslu og ótta meðal almennings um allan heim og hafa það gert.
Þegar við verðum óttaslegin bregðast heilinn og líkaminn við með því að framleiða streituhormónið cortisól. Það er hannað til að hjálpa okkur að verjast hættunni, flýja, berjast eða fela okkur. Blóðið pumpast út í útlimina svo við erum betur líkamlega í stakk búin til að verjast hættunni og öll okkar orka fer í að undirbúa okkur undir að flýja, berjast eða fela okkur undan hættunni. Þessi varnarviðbrögð eru mjög frumstæð og hönnuð með allt aðra heimsmynd í huga en nú er til staðar, þ.e. þegar við þurftum að flýja undan rándýrum og annari líkamlegri hættu.
Í nútímasamfélagi eru streituvaldar af allt öðrum toga og hafa rannsóknir sýnt fram á að í venjulegu árferði erum við sem lifum í vestrænum ríkjum í streituástandi 70% tímans. Á það við þegar engin kórónuveirufaraldur geisar, getið þið ýmindað ykkur hvernig streituástandið er núna? Nú erum við mörg hver yfirfull af streituhormónum þar sem líkaminn okkar er í stöðugri varnarstöðu að verjast kórónaveirunni. Sífellt að spritta okkur, þorum varla út í búð, ef einhver hnerrar í kílómetra radíus við okkur fáum við fyrir hjartað. Ef einhver hóstar nálægt okkur fáum við kvíðahnút í magann. Gusa af streituhormónum flæðir um líkamann í hvert sinn.
“Hnerraði hann á mig? Af hverju stendur þessi kona svona nálægt mér í röðinni! Hún andaði á mig!”
Fólk er orðið logandi hrætt við að gera hversdagslega hluti eins og að fara út í búð eða hitta fólk. Við þessa óttastreitu bætist svo við streitan sem fylgir efnahagsáhrifum veirunnar. Margir missa vinnuna, aðrir óttast að missa vinnuna, fólk fer að upplifa mikla streitu við efnalegt óöryggi. Þá er óvissan sem fylgir einnig streituvaldandi. Hvenær mun þessu ástandi ljúka? Mun veiran koma upp aftur og aftur? Mun ég veikjast? Mun aðstandendur mínir veikjast og jafnvel deyja?
Miðað við fréttirnar og umræðuna sem stanslaust dynur á okkur er auðvelt að verða þessum ótta að bráð. Ég hef sjálf þurft að beita ýmsum ráðum til að halda mér rólegri og yfirvegaðri í þessu ástandi.
Þegar streitan tekur völdin fer öll okkar orka í að verjast hættunni, hvort sem hún er raunveruleg eða ýminduð. Afleiðingar þessa eru m.a. þær að lítil sem engin orka er eftir til að stuðla að virkni ónæmiskerfisins. M.ö.o. við veikjum ónæmiskerfið. Afleiðing þessa? 1) Meiri líkur á að við smitumst og 2) ef við smitumst verðum við enn veikari en ella.
Hvað er það sem ver okkur gegn vírusum, bakteríum og öðrum veikindum?
Ónæmiskerfið okkar! Okkar innri varnir. Þá hlýtur svarið við þeirri spurningu, þ.e. hvers vegna leggst veiran svona misjafnlega þungt á einstaklinga, alveg frá því að sumir einstaklingar eru alveg einkennalausir yfir í að draga fólk til dauða, að liggja í styrk og virkni ónæmiskerfisins hjá viðkomandi. Ef þú ert heilbrigð/ur, með sterkt og gott ónæmiskerfi sem hefur fulla virkni, ættu einkenni sjúkdómsins að jafnaði að vera væg, svo lengi sem þú ert ekki yfirfull/ur af ótta og streitu. Ef þú ert með veikt ónæmiskerfi þar sem virkni þess er verulega skert, t.d. vegna streitumikils lífsstíls, geta einkenni sjúkdómsins orðið mun verri en hjá einstaklingi með sterkt ónæmiskerfi. Einfaldlega af því að innri varnir þessara einstaklinga eru veikari og verr í stakk búin að takst á við sýkingar líkt og kórónaveiruna.
Getur þá verið að ástæða þess að veiran leggst verr á fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé að ónæmiskerfið þeirra er stöðugt að berjast við þá undirliggjandi sjúkdóma og hefur því ekki fulla virkni né styrk til að takst á við veirusýkingu þar að auki?
Getur þá líka verið að ástæða þess að einstaka ungir og að því er virðist heilbrigðir einstaklingar, verði fárveikir og jafnvel látist af völdum kórónuveirusýkingar, einmitt ótti og streita, vegna þeirru skaðlegu áhrifa sem hann hefur á virkni ónæmiskerfisins?
Hvernig styrkjum við ónæmiskerfið okkar?
Heilbrigður lífsstíll, jákvæðar hugsanir og góð líðan. Rannsóknir hafa sýnt að hugleiðsla þrisvar sinnum á dag, í 10 mínútur í senn, í fjóra daga í röð, með þeim ásetningi að styrkja ónæmiskerfið, getur styrkt virkni ónæmiskerfisins um allt að 50%! Á aðeins fjórum dögum. Nú þegar við erum heima, höfum nægan tíma, ættu allir að geta sest niður og hugleitt í 10 mínútur. Ávinningurinn er svo miklu meiri en bara að styrkja ónæmiskerfið. Hugleiðsla er einnig slökun og vinnur sem slík gegn streitu og ótta. Okkur líður betur og við verðum öruggari og rólegri.
Við græðum ekkert á því að vera hrædd. Hvað ætlar þú að gera til að verja þig gegn veirunni?
Fyrir þá sem hafa áhuga bjó ég til stutta dáleiðslu sem hefur þann tilgang að styrkja ónæmiskerfi hlustandans. Dáleiðsluna má finna hér.
[1] Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, sjá hér: http://www.euro.who.int/en/health-topics/communicable-diseases/influenza/seasonal-influenza/burden-of-influenza
[2] Sjá skrif Dr. Bruce Lipton, líffræðingur, rithöfundur og vísindamaður: https://www.brucelipton.com/newsletter/think-beyond-your-genes-march-2020