Af hverju ertu með kvíða? Hvernig færðu frelsi frá kvíða?

Ég glímdi við alvarlegan kvíða í mörg ár. Samhliða því fór krónískt verkjavandamál mitt versnandi, ég var alltaf þreytt, brotin og úrvinda. Mér leið illa í eigin skinni. 

Samt hreyfði ég mig reglulega, borðaði hollan mat, drakk hvorki áfengi né reykti, var í heilbrigðri kjörþyngd. Ekkert í mínum lífsstíl gaf til kynna að ég væri svona veik. Eða svo hélt ég. 

Ég leitaði í örvæntingu hjálpar alls staðar þar sem mér datt í hug að leita að hjálp. Enginn gat hjálpað mér. 

Það var ekki fyrr en ég fór að stunda hugleiðslu með þeim ásetningi að fá bata, sem ég fór að finna fyrir betri líðan. Með hugleiðslu, dáleiðslu og orkuheilun og svo þjálfun í heilbrigðu hugarfari fór ég að finna ótrúlega skjótan og mikinn bata. Í dag er ég algerlega frjáls frá öllum þessum neikvæðu einkennum!

Ég komst að því að það sem að var að valda kvíðanum, verkjunum, síþreytunni og vanlíðaninni (og sólarexeminu) var:

  1. Ég elskaði mig ekki skilyrðislaust og í reynd, hataði sjálfa mig.
  2. Ég var yfirfull af neikvæðri orku  (áföll, kvíði, ótti, hræðsla, reiði, sorg, depurð, streita, osfrv) sem festist innra með okkur (kvíðahnútur í maga, spenna í vöðvum, grjót í bringu osfrv)
  3.  Ég var með gríðarlega óheilbrigt (neikvætt) hugarfar  (þú ert í hættu, eitthvað hræðilegt mun gerast, þú ert veik/ur, einhver sem þú elskar er í hættu, aðrir eru að dæma þig, neikvætt sjálfsniðurrif ofrv.)

Þetta er nákvæmlega það, og ekkert annað, sem olli krónískum veikindum mínum. 

Lausnin eða leiðin til Frelsis er:

  1. Fjarlægja rætur kvíðans/verkjanna/síþreytunnar (sjá liði 1-3 hér að ofan)
  2. Öðlast heilbrigt hugarfar (læra að hugsa rétt, þjálfa sig í að stýra hugsunum sínum og þar með líðan sinni)

Þegar við fjarlægjum rætur vandans annars vegar og hins vegar öðlumst heilbrigt hugarfar, þá fáum við frelsi frá því sem hrjáir okkur og getum komið í veg fyrir að skapa vandann á ný með því að breyta hugarfarinu. Þeir sem eru með kvíða eru með kvíðahugarfar (eitthvað hræðilegt er að fara að gerast, aðrir eru að dæma mig, ég er að veikjast, osfrv). Þeir sem eru þunglyndir eru með þunglynt hugarfar (til hvers að fara fram úr á morgnanna, allt er vonlaust, eru aðrir ekki betur settir án mín, osfrv). Við erum alltaf að skapa okkur sjálf, okkar líðan, okkar heilsu með því hvernig við hugsum dags daglega. 

Til þess að fá varanlegt frelsi, verðum við öðlast heilbrigt hugarfar, læra að stýra hugsunum okkar og líðan okkar. Þetta er vel hægt, allir geta gert þetta og ég sé fólk stíga inn í þetta frelsi daglega í mínu starfi. 

Ekki leyfa kvíðanum að stjórna lífi þínu og ræna þig lífsgæðum enn eitt árið. Þú hefur vald yfir kvíða, ekki öfugt. Markmið allra sem glíma við kvíða á að vera að fá algert og varanlegt frelsi. Ekki það að læra að lifa með kvíðanum. 

Fyrir þá sem hafa áhuga að kynna sér þetta betur bendi ég á facebook grúppuna mína Frelsi frá kvíða. Þar er að finna ókeypis fróðleik og dáleiðslur. 

Höfundur er dáleiðari, orkuheilari og fyrirlesari