…er þetta ástand sem þú ætlar að taka með þér inn í nýtt ár? Eða er kominn tími til að gera eitthvað róttækt?
Fyrir þó nokkrum árum var líf mitt og lífsgæði orðin verulega skert vegna viðvarandi kvíða, neikvæðra hugsana og krónískra verkja. Kvíðinn var misjafn, alveg frá því að vera vægur, nagandi sjálfsefi yfir í að vera hálf-lamandi, þannig að ég átti erfitt með að fara út úr húsi.
Neikvæðar, kvíðatengdar hugsanir komu stjórnlausar og óboðnar.
Kvíðinn átti það til að hellast yfir mig fyrirvaralaust, jafnvel um miðjar nætur.
Vanlíðanin sem þessu fylgdi, streitan og hömlurnar sem kvíðinn setti á líf mitt gerði það að verkum að ég gat ekki verið ég sjálf. Ég var ófrjáls.
Ég reyndi allt sem mér datt í hug til að vinna bug á þessu, finna lausn sem myndi veita mér frelsi frá kvíða, fremur en að læra að lifa með honum og halda niðri einkennunum. Eftir margra ára ferli, misheppnaðar tilraunir til að fá frelsi frá kvíða, sársauka og skert lífsgæði vegna kvíðans, fannst mér að enginn gæti hjálpað mér, og ég skildi ekki hvers vegna.
Ég fór því að leita inn á við að lausninni, fór að hugleiða með það markmið, að fá algert frelsi frá þessu. Ég las ótal margar bækur um kvíða, hugann, undirmeðvitundina, lærði dáleiðslu (var svo ekki á dagsskrá hjá mér), lærði orkuheilun, þróaði mína eigin orkuheilun, og stofnaði nýtt fyrirtæki til að hjálpa öðrum sem voru að glíma við það sama og ég (kvíða og annað ógeð).
Í stuttu máli sagt, ég fann það sem ég leitaði að, lausnina, frelsið. Ekki bara frá kvíðanum, heldur líka neikvæðu hugsununum, sjálfsniðurrifinu og sífelldu áhyggjunum. Ég er ekki haldin neinum óheilbrigðum kvíða lengur, engum.
Ég fæ ekki lengur þessar neikvæðu kvíðatengdu hugsanir, líkt og áður. Hugsanir mínar eru jákvæðar og ég hef góða stjórn á þeim.
Kvíðaköstin eru alveg hætt. Sjálfstraust mitt er heilbrigt, sterkt og gott. Engar áhyggjur af því hvað öðrum finnst eða finnst ekki, þvílíkt frelsi!
Vellíðanin, gleðin og frelsið sem þessu fylgir er ótrúleg. Ég hefði ekki trúað því að það væri hægt að fara frá því slæma ástandi sem ég var í yfir í þetta frelsi sem ég lifi við í dag.
Ég get stjórnað líðan minni og hugsunum. Ég er ég sjálf.
Eftir að ég fann þessa lausn brann eldur innra með mér, að hjálpa öðrum sem voru að glíma við kvíða o.fl., til að fá þetta frelsi líka. Ég bjó því til námskeið til að öðlast frelsi frá kvíða, sem er einmitt námskeiðið sem ég hefði þráð að komast á, þegar ég var upp á mitt versta. Það tók mig mörg ár, margar bækur, dáleiðslu, hugleiðslu, orkuheilun, langt og sársaukafullt ferli að komast á þann stað sem ég er á í dag. Ég hef þjappað þessu saman í eitt 2 daga námskeið, haldið í gegn um fjarfundarbúnað, þar sem ég blanda saman fræðslu, hugsarþjálfun, dáleiðslu og heilun, sem er nákvæmlega sú lausn, sem virkaði fyrir mig, sem gaf mér þetta frelsi, frá kvíðanum og öðrum óheilbrigðum kvillum.
Lífið er of stutt og dásamlegt til að lifa því í óheilbrigðum kvíða og neikvæðni. Nýtt ár, ný tækifæri, nýtt líf. Vertu með!
Næsta námskeið er helgina 9-10 janúar n.k. Gakktu í frelsið, skráðu þig hér:
https://sarapalsdottir.is/namskeid-hopdaleidslur-og-fyrirlestrar/
Umsagnir þáttakenda má skoða hér:
https://www.youtube.com/watch?v=ruhIP6RzpeE
Ég stofnaði facebook hóp fyrir þá sem vilja öðlast frelsi frá kvíða, en þar má finna ókeypis fróðleik, ókeypis dáleiðslur og stuðningssamfélag, endilega vertu með:
https://www.facebook.com/groups/frelsifrakvida
Kærleikur og frelsi!