Sara Pálsdóttir

Ég er dáleiðari, orkuheilari og lögmaður. Ég hafði starfað við eigin rekstur í lögmennsku með góðum árangri í þónokkur ár þegar lífið tók óvænta stefnu og ég fann minn sanna tilgang í lífinu: Heilun. Eftir að ég hafði náð tökum á eigin veikindum, sem voru af ýmsum toga og fengið stórkostlega heilun frá öllu því sem var plagaði mig, bæði líkamlega og andlega, hef ég verið haldin yfirþyrmandi drifkrafti að hjálpa öðru fólki að öðlast heilun og lausn frá sínum vanda.

Í mörg ár glímdi ég við alvarlegan alkóhólisma, langvarandi átröskun, kvíða, króníska verki og vöðvaspennu víðs vegar um líkamann auk fleiri hvimleið einkenni s.s. þreytu, lágt sjálfsmat, neikvæðar hugsanir og sólarexem. Á undanförnum árum hef ég fengið stórkostlega heilun á öllum þessum sjúkdómum og einkennum. Í dag er ég 100% verkjalaus, frjáls og edrú í tæp 7 ár, laus við átröskunarsjúkdóminn að öllu leyti, laus við sólarexemið og kvíðann. Þar að auki hef ég öðlast heilbrigt og sterkt sjálfstraust og betra líf og líðan en mig óraði að hægt væri. Að frádregnum alkóhólismanum, þar sem ég fór hefðbundnar leiðir til bata, þá fékk ég bata frá öllu hinu með því að nota hugleiðslu, dáleiðslu og orkuheilun.

Síðan þá hef ég lært bæði meðferðardáleiðslu og orkuheilun og stofnað eigið fyrirtæki með það að markmiði að hjálpa sem flestum sem glíma við neikvæð einkenni, hvort sem þau eru líkamleg eða andleg. Ég hef sokkið mér ofan í fræði um undirmeðvitundina, hugann og líkamann auk þess hvernig orkan virkar og vinnur. Ég er virkilega ánægð með þann árangur sem ég hef náð með mína skjólstæðinga, bæði í dáleiðslu og í orkuheiluninni en þetta tvennt virkar gríðarlega vel saman.

Eftirfarandi eru nokkur dæmi um vanda sem mínir skjólstæðingar hafa verið að glíma við:

– Kvíða, ofsakvíða og ofsahræslu
– 
Króníska verki og vöðvaspennu
– 
Streita
– 
Síþreyta, orkuleysi
– 
Vefjagigtareinkenni
– 
Neikvæðar tilfinningar
– 
Meðvirkni
– 
Átröskunareinkenni og matarfíkn
– 
Fíknir af ýmsu tagi
– 
Áráttuhegðun
– Þunglyndi
– Svefnvandamál
– 
Martraðir
– 
Lágt sjálfsmat
– 
Neikvæðar hugsanir
– 
Sjálfsvígshugsanir
– 
Áfallastreita
– 
Mígreni / hausverkjaköst
– 
Magaverkir / IBS / meltingarvandamál
– 
Verkir af ýmsum toga, bakverkir, verkir og stífleiki í hálsi, herðum, mjóbaki, mjöðmum, hvar sem er í reynd
Krónískur augnþurrkur
– 
Exem, sólarexem
– 
Erfiðleikar í samskiptum / samböndum

Og margt margt fleira. Í reynd er fátt sem ekki viðkemur huganum og dáleiðsla því frábær aðferð því hún vinnur einmitt með undirmeðvitund okkar og orku.