Unnt er að bóka fyrirlestra, örnámskeið, hóphugleiðslur og hópdáleiðslur fyrir hópa, fyrirtæki og stofnanir. Námskeiðið Vellíðan á vinnustað er gríðarlega vinsælt hjá fyrirtækjum og stofnunum landsins og unnt er að sérsníða námskeiðið að þörfum hvers fyrirtækis. Slíkt námskeið er einnig hægt að kaupa rafrænt. Þá er boðið upp á fyrirlestra um undirmeðvitundina, dáleiðslu, kvíða, streitu, verki, þreytu, kraftaverkamátt hugans, kraftbirtingu ofl. Fyrirspurnir og bókanir fara fram gegn um sara@lausnir.is

Athugið að flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið Söru.

Námskeið í boði

Frelsi frá kvíða: Það er til lausn!

Námskeið þetta hefur í raun allt að geyma sem hjálpaði mér að fá mitt frelsi frá kvíða, verkjum, síþreytu og stjórnlausum neikvæðum hugsunum. Námskeiðið er algerlega online.
 
Í grunninn felur námskeiðið í sér:
Pakka af dáleiðslum (hljóðupptökur) til að eyða rótum kvíða og annarra neikvæðra einkenna
Fyrirlestra og verkefni sem kenna þér að losa þig við rætur kvíðans og læra að stýra hugsunum þínum og líðan þinni
auk aðgangs að lokaðri eftirfylgnigrúppu á facebook þar sem að bataferðalagið heldur áfram að námskeiði loknu.
 

SJÁÐU UMSAGNIR ÞÁTTTAKENDA HÉR

Skráning Nánar

FRELSI FRÁ ÁFÖLLUM

Blanda af dáleiðslum og fyrirlestrum + verkefnum.

Eru uppsöfnuð, óunnin áföll að valda hjá þér vanlíðan, vanheilsu og neikvæðum hugsunum? Ertu föst eða fastur í fortíðinni, átt erfitt með að sleppa, leitar hugurinn aftur og aftur tilbaka í erfið atvik? Finnurðu hnút í maga, þyngsli yfir bringu, gremju, biturleika, sektarkennd, reiði?
 
Allt þetta eru skýr merki um að áföll fortíðar sitji föst innra með þér í formi neikvæðrar orku. Þegar við faceum ekki fortíðina, þá safnast hún fyrir í risastórum bakpoka sem við burðumst með.
 
Um 5 stjörnu námskeið er að ræða sem hefur veitt gríðarlega öflugan bata. Verð aðeins kr. 34.000,-

Fáðu frelsi frá fortíðinni, gerðu upp áföll fortíðar. Í staðinn kemur Frelsi, gleði, léttir, styrkur og viska. Það geta allir fengið frelsi. Ertu með spurningar? Sendu mér póst á sara@lausnir.is og spjöllum.

 
Skráning Nánar

Prógram fyrir börn og unglinga sem glíma við kvíða og vanlíðan

Verð kr. 29.000,-

Um er að ræða 11 kröftugar, áhrifaríkar en stuttar dáleiðslur sem fjarlægja rætur kvíða og annarrar vanlíðunar, styrkja og efla sjálfstraustið, sjálfsöryggið og sjálfsálitið, hjálpa krökkum að fá frelsi frá áföllum og öðlast heilbrigt hugarfar.
 
Prógrammið er eingöngu dáleiðslur og gert er ráð fyrir að hlustað sé ca. einu sinni á dag í ákveðinni röð (frá 1-11) í 3 vikur, og svo 2-3 í viku eftir það, eftir þörfum. Mjög gott er að hlusta á kvöldin, rétt fyrir svefninn, gott að sofna jafnvel við að hlusta.
 
Skráning Nánar

Að öðlast heilbrigðan og endurnærandi svefn

Verð kr. 29.000,-

Áttu erfitt með svefn? Halda stjórnlausar hugsanir fyrir þér vöku?

Ertu lengi að sofna, oft andvaka, vaknarðu á næturna og ert jafnvel þreytt/ur þegar þú vaknar?

Í mörg ár glímdi ég við svefnerfiðleika. Ég var með svefnkvíða, var mjög oft andvaka, svaf illa og fékk svakalegar martraðir. Ég vaknaði þreytt og var þreytt allan daginn. Þetta áhrifaríka og kröftuga prógramm hjálpar þér að nota undirmeðvitundina til að fjarlægja rætur svefnvandamála, þjálfar þig í djúpslökun og endurnærir svefninn svo hann verði heilbrigður, endurnærandi og þú vaknar úthvíld/ur og í vellíðan

Í námskeiðinu er bæði stutt kennsla, sem og dáleiðslur sem hlustað er á daglega þar til maður svífur inn í draumalandið í vellíðan og heilbrigðum svefni

Skráning Nánar

VELLIÐAN Á VINNUSTAÐ

Örnámskeið / fyrirlestur (lengd og innihald snérsniðið að þörfum fyrirtækisins)

Er slæmur mórall á vinnustaðnum? Streita og álag? Jafnvel veikindi? Eða viltu hreinlega gera góðan vinnustað enn betri? Velgengni fyrirtækis veltur á ánægju og vellíðan starfsfólksins. Þetta örnámskeið/fyrirlestur gefur starfsfólkinu þínu lífsbreytandi fræðslu, þjálfun og ráðleggingar til að læra að stýra hugsunum sínum og líðan, koma í veg fyrir streitu, kulnun og veikindi og stuðla að heilbrigði og vellíðan á vinnustað.
 
Fyrirspurnir og bókanir fara fram í gegn um tölvupóst á sara@lausnir.is
 
Nánar

“Langar að þakka þér fyrir frábæran fyrirlestur í leikskólanum hjá mér 👏🏻🎉 allir svakalega ánægðir og þörf umræða um eigið hugarfar 💞 ef einhver er með vinnustað á bak við sig mæli ég svo sannarlega með henni Söru 👏🏻💪🏻💞“ Ragnhildur Skúladóttir